„„We won!“ The Cod Wars and the confessions of a historian who became head of state.“ Fyrirlestur, The Proctor Memorial Lecture, haldinn á vegum the British Commission for Maritime History, í höfuðstöðvum Lloyd’s Register í Lundúnum, 11. desember 2025.
Í fyrirlestrinum var saga þorskastríðanna rakin, meðal annars frá mínum eigin sjónarhóli því að annar afi minn og náfrændur unnu við landhelgisgæslu um lengri eða skemmri tíma. Farið var yfir helstu atvik og jafnframt rakið hvernig sameiginlegar minningar margra Íslendinga um átökin hafa ekki alltaf samræmst rannsóknum og niðurstöðum sagnfræðinga. Erindið var haldið í glæsilegum höfuðstöðvum Lloyd‘s Register, þess þekkta fyrirtækis sem var stofnað árið 1760 og sinnir meðal annars skráningu og skoðun skipa um víða veröld.


