Útvarpsþing 2024

Guðni Th. Jóhannesson í pontu.

Saga Íslendinga

Erindi á Útvarpsþingi í Útvarpshúsinu í Efstaleiti. 

Kynnt verða áform um sjónvarpsþætti um sögu Íslendinga frá upphafi til okkar daga. Gert er ráð fyrir að í þeim verði þrír meginþræðir:

  1. Daglegt líf fólks frá vöggu til grafar í öllum kimum samfélagisns
  2. lög, stjórnmálaþróun, hagkerfi og helstu atburðir
  3. samskipti Íslendinga við umheiminn og framlag okkar til heimsmenningar og mannkynssögu.

Allar þjóðir eiga sögu sem halda þarf til haga. Sú saga er aldrei sögð í eitt skipti fyrir öll og hver kynslóð skapar sér nýja sýn á liðna tíð. Með tímanum verða líka til nýjar miðlunarleiðir. Þótt ótrúlegt sé hefur ekki enn verið framleidd sjónvarpsþáttaröð um sögu Íslands frá upphafi til okkar daga.
Úr þessum skorti þarf að bæta, ekki síst svo nemendur í skólum landsins geti fræðst um söguna á myndrænan hátt, þann máta sem þeir þekkja einna best. Eins mikilvægt er þó að almenningur mun njóta þáttanna.

Öll erindin er að finna í spilara RÚV

Erindi á Útvarpsþingi