„Til hvers erum við að þessu? Gildi sögunnar frá sjónarhóli sagnfræðinga og þjóðarleiðtoga.“ Erindi á vegum Sagnfræðingafélags Íslands að loknum aðalfundi þess 12. mars 2025.
Fjallað var um mikilvægi þekkingar og miðlunar á sögulegum fróðleik frá sjónarhóli sagnfræðinga og annars fræðafólks annars vegar og þjóðarleiðtoga og stjórnmálamanna hins vegar.
Einnig var fjallað um það flækjustig sem getur myndast sé maður bæði sagnfræðingur og þjóðarleiðtogi.