Þungarokksráðstefna í Noregi

Frá vinstri: Johan Hegg, Gunnar Sauermann, Ben Raffield, Guðni Th. Jóhannesson

Erindi og umræður á þungarokksráðstefnunni Inferno Music Conference [In Defense of Valhalla] í Osló.
Viðburðurinn er haldinn í tengslum við samnefnda tónlistarhátíð, Inferno Metal Festival.

Í pallborðsumræðum tóku einnig þátt þeir Johan Hegg, söngvari og lagasmiður sænsku sveitarinnar Amon Amarth, Ben Raffield, lektor í fornleifaræði við Uppsalaháskóla, og Gunnar Sauermann, pistlahöfundur hjá Metal Hammer og þúsundþjalasmiður í heimi þungarokks.

Erindið nefndist „In defence of Valhalla“ og var þar einkum rætt um leiðir til að vekja jákvæða athygli og áhuga á norrænum menningararfi en verja hann um leið fyrir öfgaöflum sem vilja misnota hann.

Frá vinstri: Johan Hegg, Gunnar Sauermann, Ben Raffield, Guðni Th. Jóhannesson
Frá vinstri: Johan Hegg, Gunnar Sauermann, Ben Raffield, Guðni Th. Jóhannesson | Mynd @Þorsteinn Kolbeinsson