Fyrirlestur á ráðstefnu IFOMC í Reykjavík um þorskastríðin og útfærslu fiskveiðilögsögunnar úr þremur sjómílum í 200 á síðustu öld. IFOMC stendur fyrir International Fisheries Observer and Monitoring Conference. Farið var yfir helstu þætti landhelgismálsins og vakin athygli á ýmsum álitamálum sem því tengjast, ekki síst samspili fræða, samfélags og þjóðernishyggju.