Hrafnseyrarhátíð 17. júní 2025

Með fjallkonunni á Hrafnseyrarhátíð, Ernu Höskuldsdóttir, skólastjóra grunnskólans á Þingeyri. Hún flutti ljóðið Íslands æviskeið eftir Ingunni Snædal.

Ávarp á Hrafnseyrarhátíð, 17. júní 2025.

Minnst var á ríkan sess Jóns Sigurðssonar í sjálfstæðissögu Íslendinga og stuðning hans við eflingu menntunar í landinu.

Einnig var drepið á hvernig hugmyndir um sjálfstæði og þjóðerni hafa breyst í tímans rás og munu gera áfram. Þá voru Peter Weiss þökkuð farsæl störf sem forstöðumanns Háskólaseturs Vestfjarða frá stofnun þess fyrir 20 árum. Peter lætur af störfum síðar á þessu ári.

Einnig voru Guðmundi Hálfdanarsyni færðar þakkir. Frá 2012 hefur hann gegnt prófessorsstöðu sem kennd er við Jón Sigurðsson en um næstu mánaðamót tek ég við þeirri stöðu.

Ávarpið má lesa hér.

Erna Höskuldsdóttir og Guðni. Ingunn er í fallega bláum faldbúningi með krókfalds höfuðbúnaði.
Með fjallkonunni á Hrafnseyrarhátíð, Ernu Höskuldsdóttir, skólastjóra grunnskólans á Þingeyri. Hún flutti ljóðið Íslands æviskeið eftir Ingunni Snædal.