Ávarp á Hrafnseyrarhátíð, 17. júní 2025.
Minnst var á ríkan sess Jóns Sigurðssonar í sjálfstæðissögu Íslendinga og stuðning hans við eflingu menntunar í landinu.
Einnig var drepið á hvernig hugmyndir um sjálfstæði og þjóðerni hafa breyst í tímans rás og munu gera áfram. Þá voru Peter Weiss þökkuð farsæl störf sem forstöðumanns Háskólaseturs Vestfjarða frá stofnun þess fyrir 20 árum. Peter lætur af störfum síðar á þessu ári.
Einnig voru Guðmundi Hálfdanarsyni færðar þakkir. Frá 2012 hefur hann gegnt prófessorsstöðu sem kennd er við Jón Sigurðsson en um næstu mánaðamót tek ég við þeirri stöðu.
