Tvö erindi við Háskólasetur Vestfjarða í tilefni fullveldisdags: „Skiptum við máli? Ísland á alþjóðavettvangi.“ Rætt var um möguleika Íslands og Íslendinga til að láta gott af sér leiða úti í heimi, með vísan í dæmi úr sögunni og hugleiðingum um frekari skrif í þeim efnum.
„What do you need to know about Iceland‘s history to become an Icelander?“ Erindi á ensku, einkum ætlað erlendum nemum við háskólasetrið og öðrum sem kunna ekki íslensku reiprennandi. Farið var yfir það að á Íslandi ekki er vænst grunnþekkingar á sögu og samfélagi þegar fólk sækir um ríkisborgararétt, ólíkt því sem gengur og gerist erlendis. Einnig var rakið að í skólakerfinu er hvort eð er ekki heldur lögð mikil áhersla á söguþekkingu.
Loks var á það bent að þegar fólk fær ríkisborgararétt er engin athöfn í boði, ólíkt því sem gerist víða þar sem nýir ríkisborgarar eru boðnir velkomnir í samfélagið.