Erindi á Þingvöllum um forsetakjörið 1944 og lærdóma sem af því megi draga. Meðal annars var byggt á bók minni, Fyrstu forsetarnir, en í niðurlagsorðum var vikið að leiðum til að efla virðingu Alþingis enn frekar nú um stundir:
„Reynslan sýnir að landsmönnum mislíkar málþóf sem leið stjórnarandstöðu til að hafa sín áhrif í þingsal. Því meir sem málþófi er beitt, því minni verður virðing Alþingis. Verð fyrir málþóf er virðing þingsins. Þó verður að leita til að tryggja rétt minnihluta hverju sinni og jafnframt að framkvæmdarvaldið ráði ekki með öllu yfir löggjafanum. Má þá minna á þessi sannindi: Í fyrstu grein stjórnarskrárinnar stendur að Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn, ekki lýðveldi með stjórnbundnu þingi.“
Erindið hófst í Snorrabúð, móttökusal Þingvallaþjóðgarðs í gestastofunni á Hakinu en síðan var gengið niður Almannagjá og haldið að Lögbergi þar sem þingfundur og forsetakjör fóru fram 17. júní 1944.
Olga Björt Þórðardóttir tók myndir.

