„Þér eruð að ólöglegum fiskveiðum.“ Sagan af fyrstu togvíraklippingunni í þorskastríðunum við Breta.

„Þér eruð að ólöglegum fiskveiðum.“ Sagan af fyrstu togvíraklippingunni í þorskastríðunum við Breta.

Erindi á Gullkistunni, stórsýningu atvinnulífs og menningar á Ísafirði 6. september 2025. Fjallað var um gerð togvíraklippanna sem skiptu sköpum í baráttu varðskipa Landhelgisgæslunnar við erlenda landhelgisbrjóta í þorskastríðunum á áttunda áratugi síðustu aldar. Sjónum var beint að fyrstu atlögum varðskipsmanna eftir að fiskveiðilögsagan var færð út í 50 sjómílur 1. september 1972. Byggt var á kafla í riti mínu sem kemur út næsta ár, á aldarafmæli Landhelgisgæslunnar, og nefnist Vald hinna veiku. Saga landhelgismálsins, 1971–1974.

„Þér eruð að ólöglegum fiskveiðum.“ Sagan af fyrstu togvíraklippingunni í þorskastríðunum við Breta.